Ók ölvaður á ofsahraða

mbl.is/Július

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti litlum japönskum sportbíl athygli um klukkan tvö í nótt sem var að spóla. Þegar lögreglan ætlaði að hafa afskipti af ökumanni þá sinnti hann engum stöðvunarmerkjum og ók upp Hverfisgötu á ofsahraða.

Lögregla veitti eftirför en hætti er komið var á Snorrabraut þegar ljóst var í hvað stefndi. Bílnum var ekið inn á Flókagötu og svo á Rauðarárstíg  og var honum þar ekið á steinvegg. Ökumaður reyndi að halda áfram för en staðnæmdist fljótlega á móts við Hlemmtorg. Ökumaður náðist síðan á hlaupum. Í för með honum var kona og kenndi hún sér eymsla á baki. Hún var flutt á slysadeild.

Ökumaður, sem er á fertugsaldri, gisti fangageymslur í nótt og var hann áberandi ölvaður.  Rætt verður við hann þegar rennur af honum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert