Samið við hjartalækna

Samn­inga­nefnd heibrigðisráðherra og hjarta­lækn­ar hafa gert samn­ing um þjón­ustu þeirra síðar­nefndu sem sögðu sig af samn­ingi fyr­ir liðlega tveim­ur árum. Kostnaður vegna samn­ings­ins er áætlaður 306 millj­ón­ir  á árs­grund­velli og þar af hlut­ur Trygg­inga­stofn­un­ar tæp­ar 200 millj­ón­ir króna.

Að sögn heil­brigðisráðuneyt­is­ins er með  sam­komu­lag­inu ekki leng­ur gerð krafa um til­vís­un frá heilsu­gæslu- eða heim­il­is­lækni.  Sjúk­ling­ar þurfa held­ur ekki leng­ur að leggja út fyr­ir öll­um kostnaði vegna þjón­ustu hjarta­lækna og sækja síðan um end­ur­greiðslu á hluta hans til Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins.

Með sam­komu­lag­inu þurfa sjúk­ling­ar ein­ung­is að greiða hjarta­lækni hlut­deild sína í hinum um­samda kostnaði við þjón­ust­una.  Hjarta­lækn­ar fá mis­mun­inn greidd­an beint frá TR.  Sam­komu­lagið fel­ur þannig í sér bæði um­tals­vert hagræði fyr­ir hina sjúkra­tryggðu og minni kostnað.

Samn­ing­ur­inn sem nú hef­ur verið gerður milli samn­inga­nefnd­ar heil­brigðisráðherra og fé­lags starf­andi hjarta­lækn­anna þýðir m.ö.o. að nú gilda sömu al­mennu regl­urn­ar um greiðslur fyr­ir kom­ur til hjarta­lækna og gilda fyr­ir kom­ur til annarra sér­fræðilækna.

Samn­ing­ur­inn gild­ir um alla hjarta­lækna sem voru í starfi í apríl 2008 og tek­ur til þjón­ustu sem veitt er utan sjúkra­húsa. Hafa lækn­ar frest til 1. júní til að staðfesta aðild sína að samn­ing­um, en samn­ing­ur­inn gild­ir frá 5. maí 2008 til og með 31. mars 2010.
 
Samn­ing­ur­inn milli samn­inga­nefnd­ar heil­brigðisráðherra og hjarta­lækna er á sömu nót­um og samn­ing­ur sem und­ir­ritaður var fyr­ir skömmu og tek­ur til þjón­ustu annarra sér­fræðilækna. Meg­in mark­mið með samn­ing­um við hjarta­lækn­ana  er að tryggja bætta þjón­ustu við hjarta­sjúk­linga og gera leið sjúk­linga að þjón­ustu þeirra greiðari og sam­bæri­lega við það sem gild­ir um aðra sér­fræðiþjón­ustu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert