Bilun í hugbúnaði kveikti á bænakalli

Svaladyrnar þaðan sem hljóðið barst.
Svaladyrnar þaðan sem hljóðið barst. mbl.is/Eggert

Þór­ar­inn Ingi Jóns­son, list­nemi, seg­ir að bil­un í hug­búnaði hljóti að hafa valdið því að upp­taka af bænakalli múslima fór að hljóma klukk­an fimm í nótt. Seg­ir hann að  upp­tak­an eigi ekki að hljóma á nótt­unni, held­ur ein­göngu á milli kl. 8 og 22. Hugðist Þór­ar­inn laga hug­búnaðinn í dag.

Lög­reglu­menn voru send­ir upp í Lista­há­skóla Íslands við Skip­holt eldsnemma í morg­un til að skrúfa niður í hljóðskúlp­túr Þór­ar­ins Jóns­son­ar mynd­list­ar­nema vegna kvart­ana frá fólki. Hljóðskúlp­túr­inn er upp­taka af bænakalli úr íslam sem byrjaði að óma af svöl­um skól­ans síðdeg­is í gær. Lög­regl­an fór síðan að fá kvart­an­ir aðfaranótt laug­ar­dags frá fólki sem þoldi ekki hávaðann.

Að sögn varðstjóra hjá lög­regl­unni var hús­vörður feng­inn til að skrúfa niður í verki Þór­ar­ins. Inn­grip lög­regl­unn­ar byggðist á lög­reglu­samþykkt Reykja­vík­ur þess efn­is að ekki megi raska næt­ur­ró fólks.

Til stend­ur að leika upp­tök­una fimm sinn­um á dag í viku eina mín­útu í senn.
 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert