Björn Þorfinnsson nýr forseti Skáksambands Íslands

Björn þakkar Guðfríði Lilju, fráfarandi forseta, fyrir vel unnin störf.
Björn þakkar Guðfríði Lilju, fráfarandi forseta, fyrir vel unnin störf.

Björn Þorfinnsson var kjörinn nýr forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fór í dag. Tveir voru í framboði, Óttar Felix Hauksson og Björn, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Björn hefur setið í stjórn Skáksambandsins undanfarin ár sem gjaldkeri og almennur stjórnarmaður, og hefur m.a.komið mikið að skipulagningu alþjóðlegra skákviðburða hérlendis. Hann hefur auk þess getið sér gott orð sem sterkur skákmeistari á uppleið, en nýlega varð hann m.a. Atskákmeistari Íslands og naði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu í ár. Ný stjórn Skáksambandsins var auk þess kosin sem í sitja 7 aðalmenn og 4 varamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert