Gagnrýna samning án útboðs

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is/ÞÖK

Minnihlutinn í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar vill að endurskoðuð verði ákvörðun meirihlutans um að semja beint við fyrirtækið Securstore um að sinna tölvuþjónustu fyrir bæinn, eftir að fréttir bárust af því fyrr í vikunni að sonur Gunnars Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar, hefði keypt hlut í fyrirtækinu.

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri lagði ásamt Jóhanni Þórðarsyni, endurskoðanda kaupstaðarins, til að samið yrði beint við Securstore, þrátt fyrir að nefnd sem skipuð var til að fjalla um málið hafi í byrjun febrúar lagt til að verkið yrði boðið út.

Athygli vekur að Jóhann er jafnframt endurskoðandi Securstore. „Okkur [í minnihlutanum] þykir mjög undarlegt að honum skuli blandað í málið með þessum hætti,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Akranesi.

Gísli bæjarstjóri segist ekki hafa vitað af því að Jóhann væri jafnframt endurskoðandi Securstore. „En það breytir engu um það að ég tel að hann hafi unnið heill að þessu máli.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert