Heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hefur í tæp tvö ár fengið hundana Pollý og Karólínu í heimsókn einu sinni í viku. Heimsóknirnar eru hluti af verkefni Rauða krossins. Eigendur hundanna eru sammála um að þær gleðji heimilisfólkið mjög mikið og tekur það hundunum afar vel. Það væsti ekki um hvolpinn Brynfríði í fangi Guðrúnar Ólafar Jónsdóttur en Brynfríður fékk að kíkja í Sunnuhlíð í fyrsta skipti í gær. Hún er ekki orðin nógu gömul til að taka þátt í verkefninu en þykir sannarlega lofa góðu.