Óhjákvæmilegt að kaupmáttur rýrni næstu tvö árin

„Ég held að hagkerfið sé að fara að kólna tiltölulega hratt núna og ég held að Seðlabankinn lækki sína vexti tiltölulega hratt á árinu 2009,“ segir forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Ásgeir sagði offramboðið á fasteignum ekki hafa orðið jafn mikið og hann hefði óttast. Mestu varðaði að tryggja að hjól fasteignamarkaðarins héldu áfram að snúast.

„Það skiptir máli að fólk geti losað eignir og að það sé hægt að eiga viðskipti á þessum markaði,“ sagði Ásgeir, sem taldi raunlækkun fasteignaverðs geta orðið meiri en þau 14% sem bankinn spáði yrði verðbólgan viðvarandi.

Ásgeir sagði að miðað við núverandi ástand væri það „ábyrgðarleysi“ að ráðleggja tekjulágu fólki að taka 90% fasteignalán. „Enginn mannlegur máttur“ gæti komið í veg fyrir kaupmáttarrýrnun almennings næstu tvö árin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka