Kvartað til lögreglu yfir bænakalli

Svaladyrnar þaðan sem söngurinn barst.
Svaladyrnar þaðan sem söngurinn barst. mbl.is/Eggert

Hljóðskúlptúr Þórarins Jónssonar myndlistarnema getur að heyra af svölum Listaháskóla Íslands næstu daga en þar er um að ræða upptöku af bænakalli úr íslamstrú. Upptakan var leikin fyrst síðdegis í gær og síðan aftur laust fyrir klukkan 5 í nótt og glumdi í austurbæ Reykjavíkur. Lögreglan sagði að nokkuð hefði verið um kvartanir frá fólki sem vaknaði og yrði málið skoðað í dag.

Að sögn Þórarins er meginhugsun verksins að koma með mótvægi við neikvæða umræðu um íslam í hinum vestræna heimi.

Upptakan verður leikin fimm sinnum á dag í eina viku, í um það bil eina mínútu í hvert skipti. Þórarinn segir verkið einnig hafa þann tilgang að klæða Reykjavík í framandi búning. „Bænakallið í Austurlöndum nær er sungið á mjög fallegan og söngrænan hátt,“ segir Þórarinn en hann hefur stundað nám við LHÍ frá því í febrúar.

Þórarinn Jónsson.
Þórarinn Jónsson. mbl.is/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert