Kvartað til lögreglu yfir bænakalli

Svaladyrnar þaðan sem söngurinn barst.
Svaladyrnar þaðan sem söngurinn barst. mbl.is/Eggert

Hljóðskúlp­túr Þór­ar­ins Jóns­son­ar mynd­list­ar­nema get­ur að heyra af svöl­um Lista­há­skóla Íslands næstu daga en þar er um að ræða upp­töku af bænakalli úr íslamstrú. Upp­tak­an var leik­in fyrst síðdeg­is í gær og síðan aft­ur laust fyr­ir klukk­an 5 í nótt og glumdi í aust­ur­bæ Reykja­vík­ur. Lög­regl­an sagði að nokkuð hefði verið um kvart­an­ir frá fólki sem vaknaði og yrði málið skoðað í dag.

Að sögn Þór­ar­ins er meg­in­hugs­un verks­ins að koma með mót­vægi við nei­kvæða umræðu um íslam í hinum vest­ræna heimi.

Upp­tak­an verður leik­in fimm sinn­um á dag í eina viku, í um það bil eina mín­útu í hvert skipti. Þór­ar­inn seg­ir verkið einnig hafa þann til­gang að klæða Reykja­vík í fram­andi bún­ing. „Bænakallið í Aust­ur­lönd­um nær er sungið á mjög fal­leg­an og söng­ræn­an hátt,“ seg­ir Þór­ar­inn en hann hef­ur stundað nám við LHÍ frá því í fe­brú­ar.

Þórarinn Jónsson.
Þór­ar­inn Jóns­son. mbl.is/​Eggert
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka