Mótmælin halda áfram

Samtökin Vinir Tíbets halda áfram vikulegum útifundum fyrir utan kínverska sendiráðið til stuðnings mannréttindabaráttu Tíbeta. Fundirnir eru venjulega á laugardögum kl. 13.

„Tíbet er enn lokað, engir erlendir fjölmiðlar hafa aðgang að landinu, engin mannúðarsamtök hafa aðgang að landinu, engir erlendir diplómatar fá aðgang að landinu. Eina fólkið sem fer inn í Tíbet eru kínverskir hermenn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Samtökin árétta einnig að engin skemmdaverk á sendiráðinu hafa verið unnin af þeirra hálfu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert