Það sem gerðist var óumflýjanlegt

Stefán Eiríksson.
Stefán Eiríksson. mbl.is/Júlíus

„Það sem gerðist við Rauðavatn var óumflýj­an­legt. Viðbrögð lög­reglu voru vel und­ir­bú­in vegna þess að vitað var á hverju var von,“ seg­ir Stefán Ei­ríks­son, lög­reglu­stjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins, um um­talaðar aðgerðir lög­reglu við Rauðavatn þegar hald var lagt á bíla at­vinnu­bíl­stjóra og átök brut­ust út.

„Þess­um hópi bíl­stjóra voru gef­in skýr fyr­ir­mæli um að fara og þeir fengu lang­an tíma til þess. Þeir fengu ít­rekað lokaviðvar­an­ir sem þeir sinntu ekki. Þarna varð takt­breyt­ing í aðgerðum bíl­stjór­anna, þær hættu að snú­ast um mót­mæli og sner­ust um að búa til slags­mál við lög­regl­una. Það var bein­lín­is til­gang­ur­inn með því sem þarna fór fram. Menn mættu vopn­um bún­ir, til­bún­ir að tak­ast á við lög­regl­una með úðabrúsa og kveikjara. Lög­regl­an varð að leggja hald á bíl­ana og fjar­lægja þá af staðnum. Í kjöl­farið þurfti að af­marka svæði lög­reglu og hand­taka bíl­stjóra. Fleiri bætt­ust svo í hóp­inn og fóru að kasta grjóti í lög­regl­una, eins og frægt er orðið.“

Stefán seg­ir ljóst að lög­regl­an gæti gert svo miklu meira fengi hún meiri fjár­muni. „Hér á landi er öfl­ug og sýni­leg lög­gæsla og hægt er að tak­ast á við stór verk­efni, til dæm­is rann­saka og upp­lýsa fíkni­efna­mál sem eru á Evr­ópu­mæli­kv­arða, ef ekki heims­mæli­kv­arða, hvað varðar stærð og um­fang.

Hvað get­ur lög­regl­an gert ef hún fær meira fjár­magn? Ég hef hitt fjár­laga­nefnd tvisvar og rætt um framtíðar­sýn á sviði lög­gæslu og hef lagt áherslu á að mik­il­vægt sé að lög­gæsl­an hafi sama vægi í fjár­veit­ing­um og mennta­mál og heil­brigðismál.

Við búum í gríðarlega góðu og ör­uggu sam­fé­lagi. Íslenska lög­regl­an vinn­ur að verk­efn­um með lög­regl­unni í Ósló. Þar glím­ir lög­regl­an við meiri vanda en er hér á landi. Of­beld­is­brot eru helm­ingi tíðari í Ósló en á Íslandi, auðgun­ar­brot­in eru miklu fleiri, mikið er um vasaþjófnað og rán á göt­um úti. Þess­ir glæp­ir eru ekki al­geng­ir hér á landi. Við vit­um hins veg­ar af reynsl­unni að frétt­ir dags­ins hjá ná­granna­ríkj­um eru frétt­ir morg­undags­ins hjá okk­ur. Þess­ir glæp­ir verða stundaðir hér á landi eft­ir tvö til þrjú ár. Við mun­um senni­lega sjá meira af götu­vændi, vasaþjófnaði og rán­um á göt­um úti ef ekki er brugðist við í tíma og lög­gæsl­an sett á þann stall sem hún á að vera á þegar kem­ur að fjár­veit­ing­um. Um leið eig­um við að velta fyr­ir okk­ur þeim mark­miðum sem sett eru með lög­gæsl­unni og fylgj­ast mjög vel með því að þeim sé náð.

Ég hef varpað fram þeirri hug­mynd að laun hjá lög­reglu­stjór­um og æðstu stjórn­end­um lög­regl­unn­ar verði ár­ang­ur­s­tengd. Þannig hefði áhrif á veskið þeirra hvort inn­brot­um fækkaði í Breiðholt­inu, veggjakrot minnkaði á Lauga­veg­in­um eða of­beld­is­brot­um fækkaði í miðborg­inni. Á fundi þar sem ég ræddi þetta fann ég að mönn­um fannst ekki gott ef laun lög­reglu­stjórn­ar­inn­ar yrðu tengd við það hversu marg­ir yrðu sektaðir. Þetta er ekki það sem ég á við. Ég er að tala um hið raun­veru­lega ör­yggi, að ekki sé ráðist á menn á göt­um úti, ekki sé brot­ist inn á heim­ili manna og eign­ir þeirra skemmd­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert