285 milljónir boðnar fyrir fimm ára leigu urriðasvæðis Laxár í Mývatnssveit

Veitt í Laxá í Mývatnssveit
Veitt í Laxá í Mývatnssveit Einar Falur Ingólfsson

Hæsta tilboð í fimm ára leigu hins rómaða urriðasvæðis Laxár í Mývatnssveit er 285 milljónir kr., frá manni að nafni Bragi Blumenstein. Stangveiðifélag Akureyrar átti að vísu tvö hærri frávikstilboð, en Jón Benediktsson, formaður Veiðifélags Laxár og Krákár segir þau alls ekki sambærileg öðrum. 

Tilboð sem bárust fyrir 5 ára leigu á svæðinu voru þessi:

Pétur K. Pétursson - 151.600.000

Pétur K. Pétursson - 234.080.000 - frávikstilboð

"Fyrirtækið" - 200.500.000

Stangveiðifélag Akureyrar 225.000.000

Orri Vigfússon - 250.522.725

Stangveiðifélag Reykjavíkur 253.000.000

H&S Ísland ehf. - 253.120.000

Bragi Blumenstein  285.000.000

Stangveiðifélag Akureyrar   325.000.000 - frávikstilboð A

Stangveiðifélag Akureyrar 330.000.000 - frávikstilboð B

Rekstur urriðasvæðisins var leigður út um tíma í kringum 1970, en Veiðifélag Laxár og Krákár hefur sjálft séð um rekstur svæðisins í þrjá áratugi. Spurður um ástæðu þess hvers vegna ákveðið var að bjóða rekstur svæðisins út á nýjan leik segir Jón Benediktsson, formaður félagsins, að félagsmenn hafi einfaldlega viljað kanna hvað út úr því kæmi.

Stjórn Veiðifélags Laxár og Krákár fjallar um málið fljótlega, skoðar tilboðin og kynnir fyrir aðalfundi félagsins. Það verða lagðar línur um framhaldið, segir Jón.

Formaðurinn segir frávikstilboð Stangveiðifélags Akureyrar, sem voru þau tvö lang hæstu, alls ekki sambærileg öðrum vegna þess að í þeim hafi verið gert ráð fyrir mun fleiri veiðidögum en áður.

Jón segir aðspurður að Bragi Blumenstein, sem átti hæsta tilboðið, hafi stundað veiðar í Laxá en veit ekki hvort hann hefur haft ár annars staðar á leigu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert