Franskar Mirage-herþotur eru komnar á vaktina við Íslandi í fyrsta sinn á vegum Atlantshafsbandalagsins, og hafa eftirlit með flugi langdrægra rússneskra herflugvéla í grennd við íslenska lofthelgi.
Frá þessu greinir Aftenposten. Íslenska utanríkisráðuneytið segir við blaðið að þetta sé í fyrsta sinn sem herþotur frá öðrum löndum en Bandaríkjunum séu á vaktinni hér við land.