Prestur í leyfi frá störfum vegna kæru

Tvær unglingsstúlkur, 16 og 17 ára, hafa kært sr. Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi fyrir kynferðisbrot, að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hefur presturinn óskað eftir lausn frá störfum í hálft ár vegna málsins. 

Lögreglan á Selfossi staðfesti að kærurnar hafi borist en rannsókn málsins er sögð á frumstigi. Fréttablaðið hefur eftir heimildarmönnum að hugsanlega sé von á fleiri kærum.

Presturinn hefur látið af störfum og mun sóknarpresturinn á Eyrarbakka taka við verkefnum hans tímabundið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert