Þegar umkvörtun vegna sóknarprestsins á Selfossi barst kirkjunni var málinu strax vísað í þann farveg sem Þjóðkirkjan hefur fyrir slík mál, sem er Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í dag vegn fyrirspurna um mál sóknarprestsins, sem hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni gagnvart sóknarbarni.
Presturinn hefur sótt um leyfi meðan rannsókn fer fram og honum hefur verði veitt það.
Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar vísaði málinu til barnaverndarnefndar, þar sem um er að ræða einstakling yngri en 18 ára.
Í tilkynningu Biskupsstofu segir ennfremur:
„Þjóðkirkjan tekur umkvartanir um kynferðisbrot alvarlega og setur þær strax í viðhlítandi farveg. Fagráð um meðferð kynferðisbrota hefur starfað frá árinu 1998 og skýrar reglur eru um það hvernig farið skuli með slík mál.“
Upplýsingar um fagráðið má finna hér.