Húðgötun veldur áhyggjum

Svokölluð húðgötun nýtur vaxandi vinsælda hjá ungu fólki og þá jafnt hjá konum sem körlum. Margir hafa látið koma fyrir pinna eða lokk í eyru, tungu eða nafla svo nokkur dæmi séu tekin. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af því að húðgötun sé að aukast hérlendis hjá fólki sem er undir lögaldri.

Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði hjá Landlæknisembættinu, segir embættið almennt leggjast gegn húðgötun og húðflúri þrátt fyrir að slíkt sé leyfilegt hér á landi.

Íslenzka húðflúrstofan býður upp á húðgötun og segja starfsmennirnir að rík áhersla sé lögð á hreinlæti og að fyllsta öryggis sé gætt við sjálfa götunina. Aðspurðir segjast þeir ekki gata húð á ungmennum sem eru undir 18 ára aldri nema með samþykki foreldra.  

Upplýsingar á vef Landlæknisembættisins um göt og skart í munni. 

Klínískar leiðbeiningar um húðflúr og húðgötun. 

Vefur Íslenzku húðflúrstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert