Lestur á 24 stundum heldur áfram að aukast

Lest­ur á blaðinu 24 stund­um held­ur áfram að aukast sam­kvæmt nýrri fjöl­miðla­könn­un Capacent Gallup. Mæl­ist meðallest­ur blaðsins nú í fyrsta skipti yfir 50%, er 50,4% og hef­ur auk­ist um 4,6 pró­sent­ur frá síðustu könn­un, sem birt var í fe­brú­ar.

Meðallest­ur á Frétta­blaðinu mæl­ist 64,9% í könn­un­inni, sem gerð var á tíma­bil­inu frá fe­brú­ar til aprílloka en var 61,8% í síðustu könn­un. Meðallest­ur á Morg­un­blaðinu er 41,6% sam­kvæmt könn­un­inni nú en var  41,7% í síðustu könn­un.

90% þátt­tak­enda í könn­un­inni sögðust hafa lesið eitt­hvað í Frétta­blaðinu í könn­un­ar­vik­unni en þetta hlut­fall var 87,9% í síðustu könn­un. 74,8% lásu eitt­hvað í 24 stund­um nú en 73,9% síðast og 67,1% lásu eitt­hvað í Morg­un­blaðinu nú en 70,5% síðast.

Könn­un­in  var gerð  dag­ana 1. fe­brú­ar–30. apríl 2008.  Alls tóku 2542 þátt í könn­un­inni og var svör­um safnað jafnt yfir mæli­tíma­bilið.

Árvak­ur hf. gef­ur út 24 stund­ir, sem dreift er ókeyp­is í hús, og Morg­un­blaðið, sem er selt í áskrift. Fé­lagið rek­ur einnig mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert