Ný landhelgisgæsluáætlun kynnt

Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Samkvæmt nýrri landhelgisgæsluáætlun fyrir árin 2008-2010, sem kynnt var í dag, mun Landhelgisgæslan gegna lykilhlutverki af Íslands hálfu við þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um öryggi á Norður-Atlantshafi.

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu tekur áætlunin á þeirri breyttu heimsmynd sem við blasi í löggæslumálum á  starfssvæði Landhelgisgæslunnar og leggi þannig aukna áherslu á varnir gegn hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi sem og landamæraeftirlit.

Í áætluninni er fjallað ítarlega um markmið og áherslur í starfsemi Landhelgisgæslunnar næstu þrjú árin.  Á næsta ári mun tækjakostur  Landhelgisgæslunnar eflast stórkostlega við afhendingu á nýrri eftirlitsflugvél og nýju varðskipi af fullkomnustu gerð. Auk þess hefur verið gengið frá samkomulagi milli Íslands og Noregs um útboð á þremur nýjum björgunarþyrlum sem afhentar verða á árunum 2011-2014.

Ný landhelgisgæsluáætlun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert