Óska eftir umræðu um Hallargarðinn

Þorkell Þorkelsson

Hollvinir Hallargarðsins hafa sent erindi til borgarstjórnar Reykjavíkur, þar sem þess er óskað að Hverfisráðið fjalli um kaupsamning milli Novators og Reykjavíkurborgar um Fríkirkjuveg 11 o.fl., einkum í ljósi þeirra breytinga sem samningurinn heimilar kaupanda að gera á Hallargarðinum.
 
Hollvinir Hallargarðsins telja Hverfisráðið eiga skv. samþykktum að fjalla um breytingar á eina útivistar- og leiksvæði Þingholta og Laufáss og óska eftir góðri samvinnu við ráðið þar um.
 
Kaupsamningurinn er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag og hafa Hollvinir óskað eftir frestun á afgreiðslu hans til þess m.a. að unnt verði að kynna hann í grenndarkynningu, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert