Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari hafna ásökunum

Rík­is­lög­reglu­stjóri og rík­is­sak­sókn­ari hafna ásök­un­um vis­is.is og 
frétta­skýr­ingaþátt­ar­ins Komp­áss á Stöð 2 þess efn­is að rík­is­lög­reglu­stjóri hafi logið að rík­is­sak­sókn­ara, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá embætt­un­um í dag.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir:

Har­ald­ur Johann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóri og Valtýr Sig­urðsson, rík­is­sak­sókn­ari hafna al­farið um­rædd­um ásök­un­um.

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra óskaði með símbréfi til Þjóðskjala­safns­ins dag­settu 11. maí 2007, eft­ir af­riti af gögn­um um and­lát tveggja manna sem lét­ust árið 1985.

Í svari Þjóðskjala­safns, dag­settu 25. maí 2007, var upp­lýst að gögn máls­ins hefðu ekki fund­ist við fyrstu at­hug­un. Leitaði rík­is­lög­reglu­stjóri þá til Land­spít­ala Há­skóla­sjúkra­húss, þann 4. júní 2007, eft­ir sömu gögn­um. Í svari Land­spít­al­ans frá 6. júní 2007 fylgdi af­rit af krufn­ing­ar­skýrsl­um og gögn­um Rann­sókn­ar­lög­reglu­rík­is­ins.

Hinn 1. ág­úst sama ár var ætt­ingj­um ann­ars hinna látnu kynnt þessi gögn en þeim synjað um af­rit af þeim með vís­an til reglna rík­is­sak­sókn­ara um aðgang að gögn­um op­in­berra mála sem lokið er.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert