Staða mannréttindastjóra Reykjavíkur hefur verið auglýst laus til umsóknar en núverandi mannréttindastjóri hefur sagt starfi sínu lausu. Kristín Þóra Harðardóttir lögfræðingur og heimspekingur mun gegna starfinu þar til nýr mannréttindastjóri hefur verið ráðinn.
Fram kemur í tilkynningu frá borgarstjóra, að Kristín Þóra hafi fjölbreytta starfsreynslu og m.a. unnið fyrir Kvenréttindafélag Íslands.
Í kjölfar ráðningar mannréttindastjóra verður ráðinn verkefnisstjóri sem mun starfa við hlið hans. Hlutverk og störf mannréttindafulltrúa á öllum sviðum borgarinnar verða skilgreind betur og samráð þeirra við mannréttindaskrifstofu aukið, að sögn Reykjavíkurborgar.