Um 70 manns sátu hátíðarkvöldverð í boði forseta Íslands á Bessastöðum í gær til heiðurs Friðriki krónprinsi Danmerkur og eiginkonu hans Mary krónprinsessu. Margt girnilegra rétta var á matseðlinum, gestir fengu þorsk í forrétt, matreiddan að hætti fjögurra þjóða. Í aðalrétt var lambahryggur með apríkósum, furuhnetum og lauksultu. Í eftirrétt voru suðrænir ávextir í leik við íslenskan ís. Meðal gesta voru utanríkisráðherra, forseti Alþingis og fleiri.
Í dag munu krónprinshjónin fara á hestbak í Dallandi í Mosfellsbæ og síðan snæða hádegisverð með Geir H. Haarde forsætisráðherra og eiginkonu hans Ingu Jónu Þórðardóttur. Að því loknu verður gengið að hinum svokölluðu konungssteinum í hlíðinni fyrir ofan Geysi.
Á morgun verður Stykkishólmur heimsóttur og meðal annars farið í Vatnasafnið.