Þau Friðrik krónprins Dana og Mary krónprinsessa sitja nú hádegisverðarboð Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, á Þingvöllum, en áður fengu þau sér gönguferð í rigningarsudda niður Almannagjá ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.
Ekki var annað að sjá en að krónprinshjónunum þætti mikið til koma um náttúrufegurðina á Þingvöllum og þau virtust ekkert láta veðrið á sig fá.
Síðdegis skoða þau Gullfoss og Geysi þar sem gengið verður að konungssteinunum svokölluðu en þeir bera skrautverk sem höggvið er í þá, ásamt ártölunum 1874, 1907 og 1921, til minningar um heimsóknir þriggja Danakonunga til landsins. Dansk-íslenska viðskiptaráðið hefur nýverið gengist fyrir endurgerð áletrunar á steinunum með stuðningi Samskipa, Marels, Rexam og FIH bankanum, dótturfélagi Kaupþings í Danmörku.