Svipuð útlán Íbúðalánasjóðs og í fyrra

Jóhanna Sigurðarsdóttir, félagsmálaráðherra, sagði á Alþingi að fasteignamarkaðurinn væri ekki jafn helfrosinn og menn vildu vera láta. Vísaði hún til upplýsinga frá Íbúðarlánasjóði, sem hún fékk  í morgun um að útlán sjóðsins væru svipuð það sem af er árinu og á sama tímabili á síðasta ári.

Jóhanna var að svara fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni, sem vildi vita til hvaða aðgerða stjórnvöld ætluðu að grípa til að örva fasteignamarkaðinn þar sem ríkti alger stöðnun. Jóhanna sagði, að ekki væri heppilegt að grípa til slíkra aðgerða nú en þær yrði að tímasetja vel svo þær hefðu ekki áhrif á þenslu.

Jóhanna sagðist hafa áhyggjur af stöðu íbúðarkaupenda því það myndi fara illa fyrir mörgum ef spá Seðlabankans um 30% lækkun fasteignaverðs gengur eftir. Sagðist Jóhanna telja að það hefði verið mjög óskynsamlegt af Seðlabankanum að tala niður fasteignaverðið með þessum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka