Þriðja stúlkan kærir sóknarprestinn á Selfossi

Þriðja stúlkan lagði í dag inn hjá lögreglunni á Selfossi kæru á hendur sóknarprestinum í bænum, séra Gunnari Björnssyni, vegna meints kynferðilegs áreitis, sagði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður í samtali við mbl.is.

Tvær stúlkur höfðu þegar kært séra Gunnar, og sagði Ólafur Helgi að ekki yrði betur séð en að allar kærurnar þrjár væru um kynferðislega áreitni. Það ætti þó eftir að koma nánar í ljós þegar skýrslur verði teknar af stúlkunum, sem væntanlega verði í þessari viku eða næstu.

Skýrslutökurnar fara fram í Barnahúsi þar sem meintir brotaþolar eru yngri en 18 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert