Vekja athygli á fornminjum í miðbænum

Í tilefni af 100 ára afmæli hestaréttar Thors Jensen að baki Fríkirkjuvegi 11 efndu leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson, til gjörnings í dag.  Þeir félagar héldu af stað ofan úr hesthúsahverfinu í Gusti í Kópavogi, og riðu í tvo tíma meðfram ströndinni og hlíðum Öskjuhlíðar í átt að Hljómskálagarði og þaðan inn í Hallargarðinn. 

Í framhaldi af sölu Reykjavíkurborgar á Fríkirkjuvegi 11 vilja Hilmir og Benedikt minna borgarfulltrúa á að tryggja áfram aðgang að hestaréttinni, og að starfsemi nýs eiganda taki tillit til barnamenningar í hverfinu.  

Með gjörningnum vilja Hilmir og Benedikt vekja athygli á þeim lífsgæðum sem þetta svæði hefur veitt kynslóðum barna í Þingholtunum.  Hestaréttin er í daglegu tali kallaður Litli Halló og hefur verið vinsæll leikvöllur fyrir fjölbreytt starf barna í gegnum tíðina.  Hilmir og Benedikt segjast sjálfir hafa kynnst á þessum leikvelli sem krakkar og brallað ýmislegt á þessum stað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert