Apótekið bregst við hávaða

Garðar Kjartansson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Apóteksins við Austurstræti, segir að sett verði upp hljóðeinangrun á reykingasvæði í porti til að koma í veg fyrir að hávaði frá reykingamönnum trufli gesti Hótel Borgar.

Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Ólafi Þorgeirssyni hótelstjóra að hávaði frá reykingafólki fæli fólk frá hótelinu og valdi því tekjutapi.

Garðar Kjartansson segir að þeir Ólafur hafi átt fund í gær og leyst málið. „Við ætlum að setja upp hljóðeinangrun í portinu,“ segir Garðar og bætir við að engin illindi séu á milli manna heldur sé allt í góðu og málið verði leyst í mestu vinsemd.

Hann bendir á að ekki sé um auðvelt mál að ræða. Ekki sé hægt að reka fólk úr bænum þó að það reyki og ekki sé hægt að skipa fólki að hætta að reykja. Ekki megi reykja inni á stöðunum og því þurfi að koma til móts við reykingafólk með aðstöðu úti. „Það þarf að gera þetta allt eftir kúnstarinnar reglum og við leysum þetta,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert