Bæjarsjóður Seltjarnarness styrkist fjárhagslega

Nesstofa á Seltjarnarnesi,
Nesstofa á Seltjarnarnesi,

Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ kemur fram að afkoma og rekstur bæjarsjóðs árið 2007 sé í góðu samræmi við vaxandi fjárhagslegan styrk Seltjarnarnesbæjar á síðustu árum.

Þar segir „með markvissri fjármálastjórn hefur reynst unnt að greiða niður langtímaskuldir, lækka álögur á íbúa en um leið auka þjónustu við íbúa og ráðast í framkvæmdir fyrir sjálfsaflafé.  Heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja árið 2007  námu rúmum 2.400 milljónum króna og vaxa skatttekjur um 22% milli ára þrátt fyrir lækkun útsvars og fasteignagjalda.  Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs fyrir árið 2007 nam þannig rúmum 400 milljónum króna sem er um 50% betri afkoma en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir."   

Þá kemur fram að skattgreiðendum á Seltjarnarnesi er hlíft við á þriðja hundrað milljónum króna árlega með lægstu álögum á höfuðborgarsvæðinu og þannig sparast hverju heimili hundruð þúsunda króna í opinberum gjöldum á við það sem gerist annarsstaðar.  „Langtímaskuldir bæjarins og samstæðu hafa farið hratt lækkandi síðustu ár og eru nú óverulegir í ljósi fjárhagslegs styrkleika Seltjarnarnesbæjar." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert