Ekkert bendir til stórfellds svindls í netkosningu

Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að hugsanlegt sé að eitthvað hafi verið svindlað í netkosningu um Gjábakkaveg en að allt hafi verið gert til að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Þannig hafi verið farið yfir netföng og og IP númer.

Ekkert hafi bent til þess að stórfellt svindl  hafi átt sér stað en ekki sé þó óhugsandi að sami aðili hafi greitt atkvæði úr fleiri en einni tölvu og gefið upp rangt netfang. Hann telji þó ekki að mikið hafi verið um slíkt og að slík atkvæði skipti miklu máli  varðandi niðurstöðu kosninganna.

Niðurstöður kosningarinnar eru þær að Leið 1 fær afgerandi mestan stuðning en leið tvö, sem er sú leið sem Vegagerðin hefur lagt til er næstvinsælust þeirra fimm leiða sem kosið var um. Tillaga Vegagerðarinnar hefur verið gagnrýnd m.a. af Landvernd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert