Evrusinnum fjölgar samkvæmt könnun SI

Reuters

Þeim sem telja æskilegra að taka upp evru en halda krónunni fjölgar um rúmlega 12 prósentustig á sex vikum, samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins. Evrusinnum fjölgar þannig úr tæpum 56% í rúm 68% samkvæmt tveimur könnununum sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir dagana 20.-29. febrúar 2008 og aftur 1.-13. apríl 2008.


Stuðningur við aðild að ESB jókst að sama skapi milli kannana og er nú  rúm 55% en var 50% í febrúar. Þeim sem eru andvígir aðild að sambandinu fækkar úr tæpum 33% í rúm 27%, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka