Fasteignasalar óska eftir fundi með félagsmálaráðherra

mbl.is

Félag fasteignasala hefur óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, vegna ummæla hennar og utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttur á Alþingi í gær. Þar kom fram í máli Jóhönnu að fasteignamarkaðurinn er ekki eins helfrosinn og margir vilja vera láta og útlán úr Íbúðalánasjóði hafa verið mjög sambærileg fyrstu mánuði þessa árs og í fyrra.

Að sögn Grétars Jónassonar, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala, undrast fasteignasalar mjög þessi orð hennar enda upplifi þeir stöðuna allt öðru vísi á fasteignamarkaðnum. Vonast Grétar til þess að fundurinn verði haldinn á næstu dögum. 

„Við ætlum að fara yfir stöðuna með henni enda erum við með púlsinn á því hvernig staðan er og upplifun okkar ekki í samræmi við ummæli hennar á Alþingi í gær. Við viljum því fara með henni yfir málin og heyra hennar skýringar á þessu," segir Grétar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert