Fjármunum varið í einstök mannréttindaverkefni

 Fjármagn til mannréttindamála í Reykjavíkurborg verður ekki skorið niður en því fremur varið í vel skilgreind einstök verkefni í stað þess að ráða fleira starfsfólk á mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Auglýst hefur verið eftir mannréttindastjóra og mun með honum starfa verkefnastjóri. Tekist var á um málið á borgarstjórnarfundi í gærdag.

Hundrað daga meirihlutinn svokallaði eyrnamerkti um 80 milljónir króna til mannréttindamála, þar á meðal átti að fjölga starfsmönnum á mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, átaldi meirihlutann fyrir að skera niður fjármagn til mannréttindamála og vísaði þar til ummæla Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra í fjölmiðlum. Hún kallaði eftir skýringum Ólafs á ummælum hans, en þar sagði hann m.a. að þáverandi meirihluti væri að víkka út stjórnkerfið og verkefni skrifstofunnar hefðu verið óljós.

Hann Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, svaraði því til að ekki stæði til að skera niður fjármagn. Hins vegar væri aðeins um að ræða mismunandi sýn á hvernig betur mætti nýta fjármunina. Sagðist hún virða skoðanir minnihlutans um að þeim fjármunum væri betur varið með fjölgun á skrifstofu mannréttindamála, en þeirri skoðun væri meirihlutinn ekki sammála. Betur færi á að styrkja einstök verkefni á vettvangi mannréttindamála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert