Hjólað í vinnuna

Lagt af stað í Laugardalum í morgun.
Lagt af stað í Laugardalum í morgun. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Verk­efnið Hjólað í vinn­una fór form­lega af stað í  Fjöl­skyldu- og Hús­dýrag­arðinum í morg­un. Síðastliðin fimm ár hef­ur Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands staðið fyr­ir vinnustaðakeppn­inni Hjólað í vinn­una.

For­seti ÍSÍ, Ólaf­ur Rafns­son, Heil­brigðisráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is­ráðherra, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, sam­gönguráðherra, Kristján Möller, borg­ar­stjóri, Ólaf­ur F. Magnús­son og for­stjóri Alcan á Íslandi, Rann­veig Rist voru meðal þeirra sem tóku þátt í morg­un. 

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að lands­menn hafa tekið hvatn­ing­ar- og átaks­verk­efn­inu  vel þar sem þátt­tak­end­um hef­ur fjölgað um 1.275%, úr 533 árið 2003 í 7.333 árið 2007 og keppn­isliðum hef­ur fjölgað um 1.186% eða úr 71 í 913.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert