Hjólað í vinnuna

Lagt af stað í Laugardalum í morgun.
Lagt af stað í Laugardalum í morgun. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Verkefnið Hjólað í vinnuna fór formlega af stað í  Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum í morgun. Síðastliðin fimm ár hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna.

Forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, samgönguráðherra, Kristján Möller, borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon og forstjóri Alcan á Íslandi, Rannveig Rist voru meðal þeirra sem tóku þátt í morgun. 

Í tilkynningu kemur fram að landsmenn hafa tekið hvatningar- og átaksverkefninu  vel þar sem þátttakendum hefur fjölgað um 1.275%, úr 533 árið 2003 í 7.333 árið 2007 og keppnisliðum hefur fjölgað um 1.186% eða úr 71 í 913.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert