Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir talsvert um það að sveitarfélög hafi samband og vilji taka að sér rekstur samgöngumannvirkja, svo sem flugvalla og vega. Segir Kristján það hið besta mál. Þetta kom fram í umræðum um samgöngumál á Alþingi í dag.
Jón Bjarnason, VG, spurði samgönguráðherra um hvort lenging flugbrautar á Bíldudal sé á dagskrá og hvað lenging myndi kosta. Að sögn Kristjáns er gert fyrir að athugun fari fram í ár um að lengja brautina og hvað slík framkvæmd kosti. Í kjölfarið verður ákveðið hvort ráðist verði í framkvæmdirnar.