Áframhaldandi rekstur meðferðardeildar í fangelsinu á Litla-Hrauni hefur verið tryggður með fjárveitingu, samkvæmt heimildum fréttastofu, en fangar sem eru vistaðir þar sjá deildina sem ljósið í myrkrinu. Um 6 mánaða tilraunaverkefni var að ræða og hefði deildinni verið lokað um næstu mánaðamót hefði fjárveitingin ekki fengist.
Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins, segir meðferðardeildina afar mikilvæga og hafa sannað sig á þeim stutta tíma sem hún hefur starfað. Hún segir fjölda fanga hafa mikinn áhuga á að komast í virka jákvæða endurhæfingu.
Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl: