Lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði ekki endurnýjuð

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segir ekki líkur á að  lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði komist í framkvæmd á næstunni og að óbreyttu verði þau felld úr gildi eigi síðar en í janúar árið 2012. Engar líkur sé á að lögin verði endurnýjuð. Með þessu var heilbrigðisráðherra að svara fyrirspurn frá Þuríði Backman, VG, í upphafi þingfundar í dag. 

Fagnaði Þuríður því að  lögin muni ekki koma til framkvæmda.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert