Myndir birtar af bankaræningja

Lögreglan hefur birt myndir af manni sem framdi rán í útibúi Landsbankans í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í morgun, en eftirlitsmyndavélar bankans náðu myndunum af manninum.
Ræninginn var vopnaður hnífum og ógnaði starfsfólki. Hann hafði síðan á brott með sér eitthvað af fjármunum. Maðurinn var klæddur í hettupeysu og huldi andlit sitt með klúti. Talið er að hann sé á aldrinum 17-25 ára.

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði lögregluna í morgun og flaug um 45 mínútna leitarflug um svæðið. Leitin bar hins vegar ekki árangur.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um manninn eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1100.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert