Opinn fundur um Sundabraut í Ráðhúsinu

Opinnn fundur um Sundabraut stendur nú yfir í Tjarnarsal Ráðhúss …
Opinnn fundur um Sundabraut stendur nú yfir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Op­inn fund­ur um Sunda­braut stend­ur yfir í Tjarn­ar­sal Ráðhúss Reykja­vík­ur en fund­ur­inn hófst klukk­an átta.  Til­gang­ur fund­ar­ins er að upp­lýsa borg­ar­búa og annað áhuga­fólk um sam­göng­ur um fyr­ir­hugaða Sunda­braut, mögu­lega út­færslu henn­ar og kostnað. 

Kristján L. Möller sam­gönguráðherra ávarpaði fund­inn í upp­hafi og síðan fjalla sér­fræðing­ar Vega­gerðar­inn­ar um Sunda­braut.  Þá munu borg­ar­full­trú­arn­ir Gísli Marteinn Bald­urs­son og Dag­ur B. Eggerts­son einnig ávarpa fund­inn. Að lokn­um er­ind­um verður gef­inn kost­ur á umræðum. Fund­ar­stjóri verður Ró­bert Mars­hall, aðstoðarmaður sam­gönguráðherra.

Fyrr í dag lýstu Íbúa­sam­tök Grafar­vogs og Laug­ar­dals yfir furðu sinni og von­brigðum á vinnu­brögðum sam­gönguráðuneyt­is með því að kalla sam­an op­inn fund um Sunda­braut með tveggja daga fyr­ir­vara og án þess að gefa íbú­um nokk­urn ræðutíma. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert