Lögreglan leitar enn manns sem rændi útibú Landsbankans í
Bæjarhrauni í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er
unnið að kanna ýmsar vísbendingar sem lögreglunni hafa borist. Ekki
liggur fyrir hvort einhver hafi verið í vitorði með ræningjanum.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn, sem talið er að sé á aldrinum 17-25 ára, vopnaður hnífum og ógnaði hann starfsfólki bankans. Hann hafði síðan á brott með sér eitthvað af fjármunum. Maðurinn var klæddur í hettupeysu og huldi andlit sitt með klút.
Lögreglan hefur birt myndir af ræningjanum sem eftirlitsmyndavélar bankans tóku.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um manninn eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1100.