Ræninginn ófundinn

Frá Landsbankanum í Bæjarhrauni í morgun.
Frá Landsbankanum í Bæjarhrauni í morgun. mbl.is/Július

Lög­regl­an leit­ar enn manns sem rændi úti­bú Lands­bank­ans í Bæj­ar­hrauni í Hafnar­f­irði í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu er unnið að kanna ýms­ar vís­bend­ing­ar sem lög­regl­unni hafa borist. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort ein­hver hafi verið í vitorði með ræn­ingj­an­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu var maður­inn, sem talið er að sé á aldr­in­um 17-25 ára, vopnaður hníf­um og ógnaði hann starfs­fólki bank­ans. Hann hafði síðan á brott með sér eitt­hvað af fjár­mun­um. Maður­inn var klædd­ur í hettupeysu og huldi and­lit sitt með klút.

Lög­regl­an hef­ur birt mynd­ir af ræn­ingj­an­um sem eft­ir­lits­mynda­vél­ar bank­ans tóku. 

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um mann­inn eru beðnir að hafa sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu í síma 444-1100.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert