Þriðja olíukreppan komin til að vera

Þriðja ol­íukrepp­an er haf­in og ólíkt þeim fyrri or­sak­ast hún ekki af rösk­un á fram­boði helstu olíu­vinnslu­ríkja, held­ur gíf­ur­legri aukn­ingu í eft­ir­spurn frá Asíu, einkum Kína. Allt út­lit er fyr­ir að olíu­verðið muni hald­ast hátt til fram­búðar og á næstu tveim­ur til þrem­ur árum má gera ráð fyr­ir að verðið á hrá­ol­í­unni hækki í um 150 Banda­ríkja­dali tunn­an, en allt að 250 dali komi til átaka á milli Írana og Banda­ríkja­manna, jafn­vel meira, þó aðeins tíma­bundið.

Þetta er mat dr. Mamdouh G. Sala­meh, sér­fræðings í olíu­vinnslu hjá Alþjóðabank­an­um, sem seg­ir tind­in­um í olíu­vinnslu heims­ins þegar hafa verið náð, deilt sé um hvort miða eigi við 2004 eða 2006.

Árið 2004 gaf Sala­meh út bók­ina Over a Bar­rel, þar sem því er haldið fram að olíu­birgðir OPEC-ríkj­anna séu of­metn­ar um 300 millj­arða tunna og séu því í raun um 519 millj­arðar tunna. Sam­kvæmt því hafi tind­in­um í olíu­vinnslu verið náð árið 2004.

Hann hafi verið fyrst­ur manna til að benda á þetta of­mat í fyr­ir­lestri í Washingt­on á ár­inu 2003. Þýsk­ur rann­sókn­ar­hóp­ur sem hafi notið stuðnings þarlendra stjórn­valda hafi síðan kom­ist að svipaðri niður­stöðu.

Innt­ur eft­ir því hvort samstaða sé um þetta mat meðal sér­fræðinga í ol­íuiðnaðinum seg­ir Sala­meh svo vera. Olíu­birgðirn­ar í Íran, einu helsta OPEC-rík­inu, séu, svo dæmi sé tekið, stór­lega of­metn­ar. Töl­ur Orku­upp­lýs­inga­stofn­un­ar­inn­ar (EIA) um 115 millj­arða tunna birgðir séu fjarri lagi, sem og sú áætl­un Brit­ish Petrole­um (BP) að þær séu 137,5 millj­arðar tunna. All­ir séu sam­mála um að þetta sé of­mat, nær sé að tala um 35–40 millj­arða tunna í Íran.

Einnig sé áætlað að í Kúveit sé að finna 99 millj­arða tunna, á sama tíma og tíma­ritið In­telli­gence Weekly hafi sýnt fram á að þær séu inn­an við 24 millj­arða tunna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert