UNICEF á Íslandi með söfnun vegna neyðaraðstoðar í Búrma

UNICEF á Íslandi hefur hafið söfnun vegna hjálparstarfs barnahjálpar SÞ …
UNICEF á Íslandi hefur hafið söfnun vegna hjálparstarfs barnahjálpar SÞ í Búrma. AP

Landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, hefur hafið söfnun vegna hjálparstarfs UNICEF í Búrma.   Í tilkynningu frá UNICEF kemur fram að hundruð þúsunda barna og fjölskyldna í landinu eru taldar þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda vegna ástandsins sem þar hefur skapast í kjölfar náttúruhörmunga sem riðu yfir landið fyrir fimm dögum.

Almenningur getur lagt söfnuninni lið í gegnum heimasíðuna www.unicef.is og með því að hringja í sérstök söfnunarnúmer. Hægt er að gefa 1.000 krónur með því að hringja í síma 904-1000, 3000 krónur með því að hringja í 904-3000 eða 5.000 krónur með því að hringja í síma 904-5000.

Börn eru afar berskjölduð fyrir öllum þeim hættum sem fylgja í kjölfar náttúruhamfara. Það er UNICEF því mikið metnaðarmál að bregðast hratt og örugglega við neyðinni sem nú ríkir í Búrma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert