Bensínið hækkar

AP

Bensínverð hækkaði í gær um fjórar krónur og kostaði lítrinn 156,60 kr. í sjálfsafgreiðslu og 161,60 með fullri þjónustu. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, sagði útilokað að fullyrða neitt um framhaldið á þróun eldsneytisverðs en kvaðst hafa sterkan grun um að verðið yrði hátt enn um sinn, jafnvel fram í júní.

Þrátt fyrir miklar hækkanir á eldsneytisverði á undanförnum misserum hefur eldsneytisnotkun landsmanna aukist skv. nýjum tölum eldsneytishóps Orkuspárnefndar. Þannig jókst heildarnotkunin á olíu og bensíni í fyrra í 661 þúsund tonn samanborið við 626 þúsund tonna notkun á árinu 2006 eða um nálægt 35 þúsund tonn á árinu. Eldsneytisnotkun bifreiða og vinnuvéla jókst um 10 þúsund tonn í fyrra. Í ljós hefur komið að mikil aukning varð á sölu díselolíu á bifreiðar en hins vegar stóð bensínsala að mestu í stað þrátt fyrir mikla fjölgun bifreiða. Mjög mikil aukning hefur orðið á eldsneytisnotkun flugvéla. Þessi þróun á sér stað samhliða mikilli fjölgun flugfarþega til landsins. Árið 2002 var notkun flugvélaflotans um 98 þúsund tonn en í fyrra var hún komin upp í 162 þúsund tonn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert