Bensínið hækkar

AP

Bens­ín­verð hækkaði í gær um fjór­ar krón­ur og kostaði lítr­inn 156,60 kr. í sjálfsaf­greiðslu og 161,60 með fullri þjón­ustu. Magnús Ásgeirs­son, inn­kaupa­stjóri eldsneyt­is hjá N1, sagði úti­lokað að full­yrða neitt um fram­haldið á þróun eldsneytis­verðs en kvaðst hafa sterk­an grun um að verðið yrði hátt enn um sinn, jafn­vel fram í júní.

Þrátt fyr­ir mikl­ar hækk­an­ir á eldsneytis­verði á und­an­förn­um miss­er­um hef­ur eldsneyt­is­notk­un lands­manna auk­ist skv. nýj­um töl­um eldsneyt­is­hóps Orku­spár­nefnd­ar. Þannig jókst heild­ar­notk­un­in á olíu og bens­íni í fyrra í 661 þúsund tonn sam­an­borið við 626 þúsund tonna notk­un á ár­inu 2006 eða um ná­lægt 35 þúsund tonn á ár­inu. Eldsneyt­is­notk­un bif­reiða og vinnu­véla jókst um 10 þúsund tonn í fyrra. Í ljós hef­ur komið að mik­il aukn­ing varð á sölu díselol­íu á bif­reiðar en hins veg­ar stóð bens­ínsala að mestu í stað þrátt fyr­ir mikla fjölg­un bif­reiða. Mjög mik­il aukn­ing hef­ur orðið á eldsneyt­is­notk­un flug­véla. Þessi þróun á sér stað sam­hliða mik­illi fjölg­un flug­f­arþega til lands­ins. Árið 2002 var notk­un flug­véla­flot­ans um 98 þúsund tonn en í fyrra var hún kom­in upp í 162 þúsund tonn. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert