Atvinnubílstjórar efndu til mótmæla fyrir utan alþingishúsið með miklu og nánast stöðugu flauti í um það bil hálfa klukkustund frá hádegi í dag. Það voru að sögn sjónarvotta um 15 til 20 bílar sem stöðvuðu umferð um Austurvöll en mótmælin fóru friðsamlega fram.
Lögreglan kom og ræddi við bílstjóra og létu þeir af mótmælunum um klukkan 12:30 án þess að til átaka kæmi.