Fíkniefnaleit við Rauðavatn

00:00
00:00

Fíkni­efna­hund­ar voru spíg­spor­andi fyr­ir utan skrif­stof­ur Árvak­urs í dag í leit að am­feta­míni sem hafði verið falið í kjarr­lend­inu við Rauðavatn. Nán­ari at­hug­un leiddi í ljós að ekk­ert sak­næmt var á ferðinni held­ur var um próf að ræða.

Að sögn lög­reglu gekk próf­un­in vel en hund­arn­ir höfðu um 20 mín­út­ur til að þefa uppi öll fíkni­efni sem voru fal­in á um 900 fer­metra svæði. Fjöldi hunda voru prófaðir í dag en Mbl sjón­varp fékk að fylgj­ast með einni lög­reglu­tík að störf­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert