Fíkniefnahundar voru spígsporandi fyrir utan skrifstofur Árvakurs í dag í leit að amfetamíni sem hafði verið falið í kjarrlendinu við Rauðavatn. Nánari athugun leiddi í ljós að ekkert saknæmt var á ferðinni heldur var um próf að ræða.
Að sögn lögreglu gekk prófunin vel en hundarnir höfðu um 20 mínútur til að þefa uppi öll fíkniefni sem voru falin á um 900 fermetra svæði. Fjöldi hunda voru prófaðir í dag en Mbl sjónvarp fékk að fylgjast með einni lögreglutík að störfum.