Flugmenn semja

mbl.is/boeing

Kjarasamningur var undirritaður hjá sáttasemjara á níunda tímanum í kvöld á milli Icelandair og Icelandair Group annars vegar og félags íslenskra atvinnuflugmanna hins vegar.  Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair er samningurinn á svipuðum nótum og almennu samningarnir sem gerðir voru fyrr í vetur en samningar voru lausir frá áramótum. 

Samningurinn var gerður fram í febrúar á næsta ári, og segir Guðjón að það sé ánægjulegt og mikilvægt að þessi samningur skuli nú liggja fyrir. 

Samningur hefur ekki verið gerður við flugfreyjur og flugvirkja og enn er unnið að samkomulagi um kjarasamning, að sögn Guðjóns.  

Flugfreyjur og samninganefnd Icelandair vinna að því að ná samkomulagi um kjarasamning sem gildir í eitt ár.   Flugfreyjur og flugvirkjar hafa vísað kjaradeilum sínum við Icelandair til ríkissáttasemjara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert