Gengið var gegn slysum í dag og hófst gangan kl. 16:30. Hún fór frá Landspítalanum á Hringbraut til Landspítalans í Fossvogi.
Verið var að votta fórnarlömbum slysa og aðstandendum þeirra samúð og sýna stuðning í verki. Einnig var verið að vekja almenning til umhugsunar um hve slys geta haft alvarlegar og víðtækar afleiðingar.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins stillti upp mannskap til að heiðra gönguna er gengið var upp Skógarhlíð.
Er í Fossvoginn var komið flutti Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ávarp og trúbadorinn Helga Lára tók lagið. Í lokin var blöðrum sleppt til minningar um þá sem létu lífið í slysum á árinu og til að sýna fórnarlömbum alvarlegra umferðarslysa samhug og samstöðu.