Hæstiréttur skilorðsbindur refsingu

Hæstiréttur úrskurðaði í dag að fresta ætti ákvörðun dóms skilorðsbundið í tvö ár yfir manni sem hafði verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir að særa blygðunarkennd stúlkna er hann fór ölvaður inn í hús óboðinn og þreifað á þeim og reynt að kyssa. Honum var í Hæstarétti gert að greiða stúlkunum báðum 400 þúsund krónur í miskabætur.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að alvarlegir ágallar voru á meðferð málsins í héraði sem leiddu til þess að meðferð þess dróst úr hömlu og varð manninum  þungbærari en lög standa til. Með hliðsjón af því var ákvörðun um refsingu hans frestað skilorðsbundið. Kröfum um vexti og dráttarvexti var vísað frá dómi sökum vanreifunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert