Keyrð niður á merktri gangbraut

Guðrún Þórsdóttir.
Guðrún Þórsdóttir.

Hjálm­ur­inn bjargaði Guðrúnu Þórs­dótt­ir, helsta hjól­reiðaþjarki Um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs, þegar hún var keyrð niður í gær á merktri gang­braut við Kringlu­mýr­ar­braut og Bú­staðaveg.

Frá þessu grein­ir í til­kynn­ingu frá borg­inni.

Guðrún hjólaði frá Borg­ar­túni 10-12 eft­ir Kringlu­mýr­ar­braut í und­ir­göng hjá Kringl­unni, fram­hjá Borg­ar­leik­hús­inu og þaðan á göngurein eft­ir Kringlu­mýr­ar­braut út á Bú­staðaveg.

"Ég fór út á gang­braut­ina en þá tek­ur bif­reið af stað og ekur að mér og bíl­stjór­inn horf­ir aðeins til vinstri og ger­ir ekki ráð fyr­ir nein­um fyr­ir fram­an sig. Ég hugsa: "Ætlar hún yfir mig?" Svo er ekið á mig, ég skell í göt­una og bíl­inn keyr­ir yfir hjólið," seg­ir Guðrún.

Guðrún hvik­ar ekki frá hjól­reiðahug­sjón sinni en brýn­ir fyr­ir fólki að nota hjálm og taka þátt í Hjólað í vinn­una. Guðrún seg­ist hlakka til að stiga fót­stigið aft­ur enda hjól­ar hún árið um kring.

"Við erum aldrei of ör­ugg til að nota ekki hjálm­inn," seg­ir hún, "aðstæður voru ör­ugg­ar fyr­ir mig og ég gat ekki bú­ist við að þessi bíll færi af stað og keyrði mig bara niður, en of fáir bíl­stjór­ar hafa lært að gera ráð fyr­ir hjól­reiðamönn­um."  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert