Kjötkaup á Reyðarfirði segja upp starfsfólki

 Kjötkaup á Reyðarfirði hafa sagt upp öllu starfsfólki sínu frá og með sl. mánaðamótum. Kjötkaup eru kjötvinnsla, stofnuð árið 1995. Níu missa vinnuna, en þar hafa unnið allt að 16 manns. Starfsmennirnir hafa uppsagnarfrest frá einum og upp í þrjá mánuði.

Kaupfélag Héraðsbúa á 50% í fyrirtækinu, Eignarhaldsfélag Austurlands 30% og sveitarfélagið Fjarðabyggð 20% hlut. Fyrirtækið var stofnað á grunni Austmats, sem starfaði í kjötvinnslu og fleiru á Reyðarfirði til margra ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert