Lög um fæðingarorlof auka tilfinningatengsl feðra og barna

Auður Arna Arnardóttir
Auður Arna Arnardóttir

„Lög númer 95 frá árinu 2000 virðast vera að skila því að feður upplifi aukin til tilfinningatengsl við barn sitt,“ segir Auður Arna Arnardóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hún heldur í dag fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum þar sem hún segir frá rannsókn um reynslu feðra og maka þeirra af fæðingarorlofi.

Tilgangur að auka tengsl

Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að um 72% feðra segja að taka fæðingarorlofs hafa hjálpað þeim að átta sig á því hverjar þarfir ungbarna eru. Þá segja 85% þeirra að það hafa aukið ánægju þeirra af því að annast barnið, auk þess sem 83% karlmanna eru sammála þeirri staðhæfingu að taka fæðingarorlofs hafi aukið tilfinningaleg tengsl við barnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert