Óánægja vegna launakjara Jakobs

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon.

Tölvupóstar og símhringingar hafa streymt inn á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar vegna frétta af ráðningakjörum Jakobs Frímanns Magnússonar. Garðar Hilmarsson, formaður starfsmannafélagsins, segist ekki vita ekki hve mikil vinna liggi að baki launum Jakobs en að laun hans séu þó greinilega mun hærri en það sem þekkist almennt hjá borginni.

Jakob var nýlega  ráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála en starfið heyrir beint undir borgarstjóra. Starfið er liður í aðgerðaráætlun borgarstjóra til eflingar miðborginni og er ráðningin til eins árs.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Jakob fær 710 þúsund krónur í mánaðarlaun auk 150 þúsund króna í nefndarlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert